01 Þetta er Ein-Tak tækniþjónusta
Alhliða ráðgjöf og tækniþjónusta á sviði burðarþolshönnunar, verkefnisstjórnunar og eftirlits
EIN-TAK tækniþjónusta ehf. annast alhliða ráðgjöf og tækniþjónustu á sviði burðarþolshönnunar, verkefnisstjórnunar og eftirlits. Bjarni Axelsson eigandi og aðalstarfsmaður fyrirtækisins hefur um árabil annast burðarþolsreikninga og hönnun Lett-tak þakeininga fyrir margvísleg mannvirki hér á landi.
EIN-TAK annast undirbúning, skipulagningu og áætlanagerð verkefna og annast eftirlit á framkvæmdatíma. Lett-tak þakeiningar hafa einstakt burðarþol og stuðla að lágu kolefnisspori og góðri nýtingu auðlinda.
Lett-Tak þakeiningar eru einstakar hvað varðar burðarþol, hita- og hljóðeinangrun. Þær eru tiltölulega léttar og kemur það beinlínis til sparnaðar í burðarvirki viðkomandi húss, sjá nánar hér.


02 Bjarni
Áratuga reynsla í hönnun og ráðgjöf.
